Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Atlantsolía – allt í plati

Í gærmorgun fékk ég SMS frá Atlantsolíu. Þeir óskuðu mér til hamingju með afmælisdaginn og í tilefni hans buðu þeir mér 5 kr. afslátt á lítra af bensíni. Ekki leist mér á tilboðið.

Bíllinn minn eyðir um 11 lítrum á hundraðið. Til að aka að bensíntanki, u.þ.b.10 km. fram og til baka, þarf að minnsta kosti 1,1 ltr. bensín. það er kr. 166 x 1.1 = kr. 182.60.

Hefði ég keypt 40 lítra ( færi eftir stöðunni á tankinum) hefði afslátturinn, umfram 2 krónurnar með lyklinum, það er 3 krónur, gert 120 krónur. 

Dæmið liti þá svona út í krónum:  182.60 - 120.00 = 62.60.  Afmælisgjöfin hefði semsagt verið til Atlantsolíu kr. 62.60 en alls ekki til mín.

 Þetta kalla ég allt í plati.


Sól í dag

Það er dásamlegt að eiga afmæli á svona degi:

Fyrsti þurri dagurinn um langt skeið.

Banki endurkeyptur.

Dollarinn yfir hundrað kall.

Getur maður farið fram á meira?


Og enn rignir

Það sagði mér bóndi í Borgarfirði í gær að líklegast rigndi til jóla.


Þar til styttir upp

Eiginlega veit ég ekki hvað greip mig þegar ég skráði mig á blog.is. Það gerðist einn rigningardag fyrir skömmu. Nú bíð ég með framhald þar til styttir upp.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband