Bestu óskir og góða ferð
1.1.2009 | 09:59
Nú hefst ferð inn í nýtt ár. Sumum er það vafalítið kvíðvænlegt. Því miður. Ferðina verður samt að fara, hvort sem fólk er ferðbúið eða ekki. Þannig er lífið. Ég sendi þeim lakast búnu hvatningarkveðjur og bið þess að andinn sem yfir öllu svífur styðji og hughreysti.
Öðrum óska ég velfarnaðar og hæfilegrar hamingju. Raunverulegrar hamingju. Þá hugsanlega spyr einhver: Hvaða hamingja er það? Og læt eftir mér að segja: Sú sem lífið býður upp á þar sem peningar eru ekki eini mælikvarðinn.
Annars heyrði ég nýlega af fræðimanni sem hélt fjörutíu mínútna fyrirlestur um nauðsyn nægjuseminnar. Og tók sjötíu þúsund krónur fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atlantsolía – allt í plati
30.9.2008 | 10:33
Í gærmorgun fékk ég SMS frá Atlantsolíu. Þeir óskuðu mér til hamingju með afmælisdaginn og í tilefni hans buðu þeir mér 5 kr. afslátt á lítra af bensíni. Ekki leist mér á tilboðið.
Bíllinn minn eyðir um 11 lítrum á hundraðið. Til að aka að bensíntanki, u.þ.b.10 km. fram og til baka, þarf að minnsta kosti 1,1 ltr. bensín. það er kr. 166 x 1.1 = kr. 182.60.
Hefði ég keypt 40 lítra ( færi eftir stöðunni á tankinum) hefði afslátturinn, umfram 2 krónurnar með lyklinum, það er 3 krónur, gert 120 krónur.
Dæmið liti þá svona út í krónum: 182.60 - 120.00 = 62.60. Afmælisgjöfin hefði semsagt verið til Atlantsolíu kr. 62.60 en alls ekki til mín.
Þetta kalla ég allt í plati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sól í dag
29.9.2008 | 10:31
Það er dásamlegt að eiga afmæli á svona degi:
Fyrsti þurri dagurinn um langt skeið.
Banki endurkeyptur.
Dollarinn yfir hundrað kall.
Getur maður farið fram á meira?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og enn rignir
23.9.2008 | 15:41
Það sagði mér bóndi í Borgarfirði í gær að líklegast rigndi til jóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar til styttir upp
10.9.2008 | 14:11
Eiginlega veit ég ekki hvað greip mig þegar ég skráði mig á blog.is. Það gerðist einn rigningardag fyrir skömmu. Nú bíð ég með framhald þar til styttir upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)